tisa: Tinna og Pollýanna?

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Tinna og Pollýanna?

Ég sá svona trailer um daginn. Trailer um myndina Snakes on a Plane. Aldrei hef ég hlegið jafn mikið.

Ég var að fá það staðfest í dag að ég er með neikvæðan persónuleika. Alveg varð ég steinhissa. Samkvæmt félagsfræði bókinni minni telst það vera slæmur persónuleiki að vera svartsýnn, fúll og sjálfselskur. Þetta á allt við mig. Ég er ekki sátt við þessa bók og er að íhuga það að bakka yfir hana.

En ég á alveg mínar björtu og glaðlegu og hressu hliðar.

Hér koma til dæmis bjartar og glaðlegar og hressar fréttir.

Annars er allt svona frekar mikið á móti mér. Bara eins og vant er.

Ég myndi venjulega skrifa kvörtunarlista en ég nenni því ekki. Kannski næst. Ég er samt að fara að skrifa kvörtunarritgerð í ensku. Ég ætti að vera fær um það.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:40

4 comments